Búa til tískuvöru úr austfirsku hreindýraleðri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. desember 2016 07:00 Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa hönnunarteymið Alvöru. Þær frumsýndu nýja línu úr hreindýraskinni á dögunum. Mynd/Ragna Margrét Guðmundsdóttir Hönnuðirnir Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa þær hönnunartvíeykið Alvöru. Þær frumsýna fatnað og fylgihluti úr leðri í línunni Useless. „Useless er lína úr austfirsku hreindýraleðri sem er væntanleg á markað á næsta ári,“ útskýrir Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður en hún skipar hönnunartvíeykið Alvöru ásamt vöruhönnuðinum Ágústu Sveinsdóttur. Í hönnun sinni leitast þær við að skapa nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og horfa ekki einungis í notagildið heldur einnig í það hvaðan efnið kemur og hvernig það verður til.Innblástur línunnar er fenginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi.mynd/Anna Maggý„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi. Við erum að búa til tískuvörur og leggjum áherslu á hráefnið sjálft,“ útskýrir Elísabet. Hún segir þær Ágústu vilja með þessu vekja athygli á íslensku hráefni og meðal annars hreindýraleðri. Fram að þessu hafi það einungis verið nýtt að hluta og mikið af skinnum fari til spillis þar sem þau séu aukaafurð af veiðum. „Það kveikti í okkur Ágústu að vinna með það en markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá eru skinnin öll svo ólík af villtum dýrum sem er skemmtilegt og verður hluti af hönnuninni. Það flækir að sjálfsögðu hönnunarferlið að vinna með efni sem ekki er hægt að kaupa úti í búð. Við nálgumst skinnin í samvinnu við fólk fyrir austan sem safnar þeim saman fyrir okkur. Skinnin eru send í sútun á Sauðárkróki, einu sútunarverksmiðju landsins. Það má því segja að verkefnið sé líka samfélagslegt, við erum í samstarfi við fólkið á svæðinu og viljum vinna með það sem hægt er að gera á Íslandi,“ segir Elísabet.„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi.“Mynd/Anna MaggýUseless er annað samvinnuverkefni þeirra Ágústu og Elísabetar en áður höfðu þær unnið að skartgripalínunni Silfru sem þær sýndu á HönnunarMars á þessu ári. Þær fengu styrk úr Hönnunarsjóði til frekari þróunar á þeirri línu en silfrið í línunni er steypt í vatni. Von er á Silfru á markað á nýju ári. „Useless og Silfra eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá hráefninu,“ segir Elísabet. Um helgina fór fram sýning á Useless í formi innsetningar þar sem hönnun, ljósmyndir og vídeó mætast í einni heild. Einnig var gefið út zine (smátímarit) í takmörkuðu upplagi sem allir sýningargestir fá að gjöf. Nánar má forvitnast um hönnun Alvöru á alvarareykjavik.is.„Markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnuðirnir Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa þær hönnunartvíeykið Alvöru. Þær frumsýna fatnað og fylgihluti úr leðri í línunni Useless. „Useless er lína úr austfirsku hreindýraleðri sem er væntanleg á markað á næsta ári,“ útskýrir Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður en hún skipar hönnunartvíeykið Alvöru ásamt vöruhönnuðinum Ágústu Sveinsdóttur. Í hönnun sinni leitast þær við að skapa nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og horfa ekki einungis í notagildið heldur einnig í það hvaðan efnið kemur og hvernig það verður til.Innblástur línunnar er fenginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi.mynd/Anna Maggý„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi. Við erum að búa til tískuvörur og leggjum áherslu á hráefnið sjálft,“ útskýrir Elísabet. Hún segir þær Ágústu vilja með þessu vekja athygli á íslensku hráefni og meðal annars hreindýraleðri. Fram að þessu hafi það einungis verið nýtt að hluta og mikið af skinnum fari til spillis þar sem þau séu aukaafurð af veiðum. „Það kveikti í okkur Ágústu að vinna með það en markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá eru skinnin öll svo ólík af villtum dýrum sem er skemmtilegt og verður hluti af hönnuninni. Það flækir að sjálfsögðu hönnunarferlið að vinna með efni sem ekki er hægt að kaupa úti í búð. Við nálgumst skinnin í samvinnu við fólk fyrir austan sem safnar þeim saman fyrir okkur. Skinnin eru send í sútun á Sauðárkróki, einu sútunarverksmiðju landsins. Það má því segja að verkefnið sé líka samfélagslegt, við erum í samstarfi við fólkið á svæðinu og viljum vinna með það sem hægt er að gera á Íslandi,“ segir Elísabet.„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi.“Mynd/Anna MaggýUseless er annað samvinnuverkefni þeirra Ágústu og Elísabetar en áður höfðu þær unnið að skartgripalínunni Silfru sem þær sýndu á HönnunarMars á þessu ári. Þær fengu styrk úr Hönnunarsjóði til frekari þróunar á þeirri línu en silfrið í línunni er steypt í vatni. Von er á Silfru á markað á nýju ári. „Useless og Silfra eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá hráefninu,“ segir Elísabet. Um helgina fór fram sýning á Useless í formi innsetningar þar sem hönnun, ljósmyndir og vídeó mætast í einni heild. Einnig var gefið út zine (smátímarit) í takmörkuðu upplagi sem allir sýningargestir fá að gjöf. Nánar má forvitnast um hönnun Alvöru á alvarareykjavik.is.„Markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30