Borgar sig að fara í háskóla? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun