Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 78-95 | Wright í stuði á gamla heimavellinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 1. desember 2016 23:00 Sherrod Wright skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. vísir/ernir Haukar gerðu góða ferð vestur í Stykkishólm i kvöld og sigruðu Snæfell auðveldlega í níundu umferð Dominos-deildarinnar, 78-95. Leikurinn fór vel af stað hjá báðum liðum og stefndi í jafnan leik framan af. Hólmarar nýtu hvert færi sem þeim gafst í byrjun leiks og spiluðu af krafti. Haukar svöruðu hinsvegar jafn óðum og gáfu aldrei eftir þrátt fyrir ágætis tilraunir Snæfells til að ná stjórn á leiknum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega komust Haukar á skrið og juku hraðann jafnt og þétt. Boltinn fór að ganga betur og betur hjá Hafnfirðingum og skotin rötuðu einnig réttu leið. Auk þess virtist varnarleikur Hafnfirðinga verða ákveðnari með hverri mínútu sem leið. Skotnýting Snæfellinga fór á sama tíma að versna og fljótlega, í öðrum leikhluta, var ljóst að erfitt yrði fyrir heimamenn að halda í við spræka Hauka. Haukar tóku loks öll völd og spiluðu eins og um eigin heimavöll væri að ræða. Trekk í trekk tóku Haukar sig til og sönnuðu á sannfærandi og yfirvegaðan máta að þeir voru komnir til að sigra. Sem dæmi má nefna byrjun seinni hálfleiks en þá tóku gestirnir sig til og skoruðu 8 stig á tæpri mínútu. Segja má að Snæfellingar hafi í kjölfar þess misst alla trú á eigin leik og verið ráðalausir það sem eftir varði af leiknum. Með sigrinum í kvöld færðu Haukar sig skrefinu nær því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Hólmara þurfa aftur á móti að skoða sinn gang og bíða eftir stigum í deildinni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheild Hauka skóp það sem til þurfti í kvöld. Hafnfirðingarnir voru betri á öllum vígstöðum. Snæfellingar höfðu engin svör við agaðan sóknar- og varnarleik Hafnfirðingana sem skilaði öruggum sigri.Bestu menn vallarins Sherrod Wright, sem lék í tæpar 32 mínútur, var áberandi í liði Hauka. Hann skoraði 33 stig og var með 55% skotnýtingu. Emil Barja og Haukur Óskarsson áttu einnig góðan leik.Tölfræði sem vakti athygli Skemmst er frá því að segja að Haukar voru betri í öllum tölfræðiþáttum leiksins.Hvað gekk illa? Bæði sóknar- og varnarleikur Snæfells hafði ekki upp á mikið að bjóða. Mótspyrna Snæfells var mest allan tíman lítil sem engin og gerðu Haukar einfaldlega það sem þeir vildu inn á vellinum.Snæfell-Haukar 78-95 (19-24, 18-28, 19-25, 22-18)Snæfell: Sefton Barrett 17/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 12, Viktor Marínó Alexandersson 9, Andrée Fares Michelsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Maciej Klimaszewski 4, Rúnar Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Aron Ingi Hinriksson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/13 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 15/7 fráköst, Emil Barja 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 10, Finnur Atli Magnússon 10, Kristján Leifur Sverrisson 6, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Óskar Már Óskarsson 3.Ívar: Þetta var búið í þriðja leikhluta Ívar Ásgrímsson, þjáfari Hauka, var að vonum sáttur eftir sigurinn í kvöld. Hann benti á að leikurinn hafi í raun klárast í byrjun þriðja leikhluta eftir draumabyrjun sinna manna er þeir skoruðu 8 stig í þremur sóknum á um það bil 40 sekúndum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta mjög sterkt og kláruðum þetta þá,“ sagði Ívar ákveðin og yfirvegaður eftir leik. Varðandi sóknarleik Hauka hefði Ívar viljað sjá boltan ganga meira á köflum en í ljósi þess hversu fríir menn hafi verið oft á tíðum var freistandi að taka ótímabær skot eða sækja strax að körfunni „Menn voru soldið fríir og það vantaði flæðið. Það er erfitt þegar maður er oft frír þá vill maður bara fara skjóta og sækja,“ sagði Ívar hugsi og bætti við: „Það vantaði soldið upp á að láta boltann ganga en við gerðum það í þriðja [leikhlutanum].“ Að sögn Ívars mátti búast við að Snæfellingar yrðu baráttuglaðir á heimavelli og því mikilvægt að einbeita sér vel í varnaleiknum. Honum fannst sínir menn vera örlítið kærulausir en að það hafi ekki komið í veg fyrir sigur í kvöld sem skipti þegar upp er staðið mestu máli. „Við vorum frekar kærulausir en við unnum og það er fyrir öllu. Ef það er einhvers staðar sem Snæfell ætlar að ná sér í sigur þá er það á heimavelli. Við þurftum að vera einbeittir og ég held að við vorum það,“ sagði Ívar.Ingi Þór: get verið hérna í allt kvöld að tala um okkar leik Snæfellingum hefur gengið illa að finna réttu svör þegar á móti blæs og segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að einungis einu sinni hafi tekist að takast almennilega á við andstæðingin það sem af er á þessu tímabili. Augljóslega er um að ræða ákveðið áhyggjuefni því ekki dugar að byrja leiki einungis vel heldur þarf að berjast heilan leik ef maður ætlar að sigra. „Við erum tilbúnir til að byrja leikina vel en um leið og við fáum smá mótlæti þá förum við djúpt í einhverja holu sem að við höfum einungis einu sinni í vetur náð að fara almennilega upp úr,“ sagði Ingi Þór svekktur eftir leik. Varðandi sóknarleik Snæfells sagði Ingi Þór að of mikið hafi verið um skot fyrir utan og jafnframt lítið um sóknarfráköst sem gerði Haukum kleift að byggja upp þægilega forystu sökum hraðaupphlaupa sem fylgdu. „Við festumst soldið fyrir utan og hættum að sækja á körfuna. Þannig náðu [Haukar] að byggja upp forystuna í öðrum leikhluta. Þeir fengu auðveld fráköst og sækja á okkur. Maður býður Sherrod Wright ekkert í neinn hraðaleik,“ sagði Ingi Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Haukar gerðu góða ferð vestur í Stykkishólm i kvöld og sigruðu Snæfell auðveldlega í níundu umferð Dominos-deildarinnar, 78-95. Leikurinn fór vel af stað hjá báðum liðum og stefndi í jafnan leik framan af. Hólmarar nýtu hvert færi sem þeim gafst í byrjun leiks og spiluðu af krafti. Haukar svöruðu hinsvegar jafn óðum og gáfu aldrei eftir þrátt fyrir ágætis tilraunir Snæfells til að ná stjórn á leiknum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega komust Haukar á skrið og juku hraðann jafnt og þétt. Boltinn fór að ganga betur og betur hjá Hafnfirðingum og skotin rötuðu einnig réttu leið. Auk þess virtist varnarleikur Hafnfirðinga verða ákveðnari með hverri mínútu sem leið. Skotnýting Snæfellinga fór á sama tíma að versna og fljótlega, í öðrum leikhluta, var ljóst að erfitt yrði fyrir heimamenn að halda í við spræka Hauka. Haukar tóku loks öll völd og spiluðu eins og um eigin heimavöll væri að ræða. Trekk í trekk tóku Haukar sig til og sönnuðu á sannfærandi og yfirvegaðan máta að þeir voru komnir til að sigra. Sem dæmi má nefna byrjun seinni hálfleiks en þá tóku gestirnir sig til og skoruðu 8 stig á tæpri mínútu. Segja má að Snæfellingar hafi í kjölfar þess misst alla trú á eigin leik og verið ráðalausir það sem eftir varði af leiknum. Með sigrinum í kvöld færðu Haukar sig skrefinu nær því að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. Hólmara þurfa aftur á móti að skoða sinn gang og bíða eftir stigum í deildinni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheild Hauka skóp það sem til þurfti í kvöld. Hafnfirðingarnir voru betri á öllum vígstöðum. Snæfellingar höfðu engin svör við agaðan sóknar- og varnarleik Hafnfirðingana sem skilaði öruggum sigri.Bestu menn vallarins Sherrod Wright, sem lék í tæpar 32 mínútur, var áberandi í liði Hauka. Hann skoraði 33 stig og var með 55% skotnýtingu. Emil Barja og Haukur Óskarsson áttu einnig góðan leik.Tölfræði sem vakti athygli Skemmst er frá því að segja að Haukar voru betri í öllum tölfræðiþáttum leiksins.Hvað gekk illa? Bæði sóknar- og varnarleikur Snæfells hafði ekki upp á mikið að bjóða. Mótspyrna Snæfells var mest allan tíman lítil sem engin og gerðu Haukar einfaldlega það sem þeir vildu inn á vellinum.Snæfell-Haukar 78-95 (19-24, 18-28, 19-25, 22-18)Snæfell: Sefton Barrett 17/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 12, Viktor Marínó Alexandersson 9, Andrée Fares Michelsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 8, Maciej Klimaszewski 4, Rúnar Þór Ragnarsson 3/5 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Aron Ingi Hinriksson 2.Haukar: Sherrod Nigel Wright 33/13 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 15/7 fráköst, Emil Barja 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 10, Finnur Atli Magnússon 10, Kristján Leifur Sverrisson 6, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Óskar Már Óskarsson 3.Ívar: Þetta var búið í þriðja leikhluta Ívar Ásgrímsson, þjáfari Hauka, var að vonum sáttur eftir sigurinn í kvöld. Hann benti á að leikurinn hafi í raun klárast í byrjun þriðja leikhluta eftir draumabyrjun sinna manna er þeir skoruðu 8 stig í þremur sóknum á um það bil 40 sekúndum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta mjög sterkt og kláruðum þetta þá,“ sagði Ívar ákveðin og yfirvegaður eftir leik. Varðandi sóknarleik Hauka hefði Ívar viljað sjá boltan ganga meira á köflum en í ljósi þess hversu fríir menn hafi verið oft á tíðum var freistandi að taka ótímabær skot eða sækja strax að körfunni „Menn voru soldið fríir og það vantaði flæðið. Það er erfitt þegar maður er oft frír þá vill maður bara fara skjóta og sækja,“ sagði Ívar hugsi og bætti við: „Það vantaði soldið upp á að láta boltann ganga en við gerðum það í þriðja [leikhlutanum].“ Að sögn Ívars mátti búast við að Snæfellingar yrðu baráttuglaðir á heimavelli og því mikilvægt að einbeita sér vel í varnaleiknum. Honum fannst sínir menn vera örlítið kærulausir en að það hafi ekki komið í veg fyrir sigur í kvöld sem skipti þegar upp er staðið mestu máli. „Við vorum frekar kærulausir en við unnum og það er fyrir öllu. Ef það er einhvers staðar sem Snæfell ætlar að ná sér í sigur þá er það á heimavelli. Við þurftum að vera einbeittir og ég held að við vorum það,“ sagði Ívar.Ingi Þór: get verið hérna í allt kvöld að tala um okkar leik Snæfellingum hefur gengið illa að finna réttu svör þegar á móti blæs og segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að einungis einu sinni hafi tekist að takast almennilega á við andstæðingin það sem af er á þessu tímabili. Augljóslega er um að ræða ákveðið áhyggjuefni því ekki dugar að byrja leiki einungis vel heldur þarf að berjast heilan leik ef maður ætlar að sigra. „Við erum tilbúnir til að byrja leikina vel en um leið og við fáum smá mótlæti þá förum við djúpt í einhverja holu sem að við höfum einungis einu sinni í vetur náð að fara almennilega upp úr,“ sagði Ingi Þór svekktur eftir leik. Varðandi sóknarleik Snæfells sagði Ingi Þór að of mikið hafi verið um skot fyrir utan og jafnframt lítið um sóknarfráköst sem gerði Haukum kleift að byggja upp þægilega forystu sökum hraðaupphlaupa sem fylgdu. „Við festumst soldið fyrir utan og hættum að sækja á körfuna. Þannig náðu [Haukar] að byggja upp forystuna í öðrum leikhluta. Þeir fengu auðveld fráköst og sækja á okkur. Maður býður Sherrod Wright ekkert í neinn hraðaleik,“ sagði Ingi Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira