Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:46 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00