Sushisamba má ekki heita Sushisamba Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:47 Sushisamba í Þingholtsstræti má ekki heita Sushisamba samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í dag. vísir/getty Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50
Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent