Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 16:46 Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04