Öskubuskuævintýri Hoffenheim heldur áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 16:38 Julian Nagelsmann er aðeins 29 ára en að stýra liði í toppslag þýsku 1. deildarinnar. Vísir/Getty Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira