Namibísk fyrirtæki saka Samherja um svik upp á tæpan milljarð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 20:29 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hafnar ásökunum sem settar eru fram í frétt Confidénte. vísir/auðunn Fimmtán namibísk fyrirtæki hafa ákveðið að kæra dótturfélag Samherja fyrir að hafa svikið nærri milljarð króna út úr sameiginlegu útgerðarfyrirtæki þeirra. RÚV greinir frá en fréttin kemur fyrst fram í namibíska blaðinu Confidénte. Fyrirtækin fimmtán voru í samvinnu með íslenska félaginu Esja Fishing en þau saka nú fyrirtækið um að hafa tekið 120 milljónir namibískra dollara út af reikningum Arcticnam Investments, félags í eigu umrædda fyrirtækja, án þeirra vitneskju. Í frétt Confidénte kemur fram að íslenska félagið hafi þrýst á fyrirtækin fimmtán að draga kæruna til baka gegn því að fá greiddar 66 milljónir, en því hafi namibísku fyrirtækin neitað. Confidénte heldur því einnig fram að tekjur sameiginlega félagsins hafi einungis numið 10 milljónum namibískra dollara, þrátt fyrir að áður hafi komið fram að tekjurnar hafi numið 450 milljónum Namibíudollara. Fyrirtækjunum hafi jafnframt verið meinaður aðgangur að bankareikningum félagsins og yfirliti þeirra.Í yfirlýsingu til fréttastofu RÚV um málið sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja að götublaðið Confidénte hafi einungis fjallað um hluta af því samstarfi sem Samherji á við félög í Namibíu og segir hann að blaðið hafi í umfjöllun sinni fullyrt eða dylgjað um hluti sem ekki eigi við rök að styðjast. Sakar hann blaðið um að reyna að reka fleyg í samstöðu hluthafa félaganna og að miður sé að sitja undir fölskum ásökunum þegar markmiðið sé að allir gangi í takt. Namibía Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Fimmtán namibísk fyrirtæki hafa ákveðið að kæra dótturfélag Samherja fyrir að hafa svikið nærri milljarð króna út úr sameiginlegu útgerðarfyrirtæki þeirra. RÚV greinir frá en fréttin kemur fyrst fram í namibíska blaðinu Confidénte. Fyrirtækin fimmtán voru í samvinnu með íslenska félaginu Esja Fishing en þau saka nú fyrirtækið um að hafa tekið 120 milljónir namibískra dollara út af reikningum Arcticnam Investments, félags í eigu umrædda fyrirtækja, án þeirra vitneskju. Í frétt Confidénte kemur fram að íslenska félagið hafi þrýst á fyrirtækin fimmtán að draga kæruna til baka gegn því að fá greiddar 66 milljónir, en því hafi namibísku fyrirtækin neitað. Confidénte heldur því einnig fram að tekjur sameiginlega félagsins hafi einungis numið 10 milljónum namibískra dollara, þrátt fyrir að áður hafi komið fram að tekjurnar hafi numið 450 milljónum Namibíudollara. Fyrirtækjunum hafi jafnframt verið meinaður aðgangur að bankareikningum félagsins og yfirliti þeirra.Í yfirlýsingu til fréttastofu RÚV um málið sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja að götublaðið Confidénte hafi einungis fjallað um hluta af því samstarfi sem Samherji á við félög í Namibíu og segir hann að blaðið hafi í umfjöllun sinni fullyrt eða dylgjað um hluti sem ekki eigi við rök að styðjast. Sakar hann blaðið um að reyna að reka fleyg í samstöðu hluthafa félaganna og að miður sé að sitja undir fölskum ásökunum þegar markmiðið sé að allir gangi í takt.
Namibía Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira