Betri jól fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 09:15 Bandaríkjamenn og Íslendingar munu koma sér fyrir í sófanum þessi jólin eins og önnur og horfa á góðar jólamyndir. Christmas Vacation með Chevy Chase er klassísk. Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár. Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár.
Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00