Bjartari horfur í skólamálum Skúli Helgason skrifar 6. desember 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar