Lára fagnar allri umræðu um náttúruna: „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 15:45 Lára Ómarsdóttir hefur kynnt þekkt og minna þekkt náttúruundur fyrir landsmönnum á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent