Valsmenn slógu annað úrvalsdeildarlið út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:18 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Ernir 1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira