Viktor Jónsson er genginn í raðir Þróttar frá Víkingi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Þróttara í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Þróttar.
Viktor, sem er uppalinn hjá Víkingi í Reykjavík, fór á láni til Þróttar í 1. deildina í fyrra og sló í gegn. Hann skoraði 19 mörk og varð næst markahæstur er Þróttur vann sér inn sæti í Pepsi-deildinni.
Hann átti erfitt uppdráttar með Víkingum í Pepsi-deildinni í sumar. Við miklu var búist af honum eftir frábært ár í 1. deildinni en hann skoraði aðeins eitt mark í 18 leikjum fyrir Fossvogsfélagið.
„„Það er vel þekkt staðreynd, að við glímdum við tvö höfuðvandamál síðastliðið sumar. Annars vegar fengum við á okkur alltof mörg mörk og þess vegna höfum við meðal annars bætt Grétari Sigfinni Sigurðarsyni og Hlyni Haukssyni í hópinn. Hins vegar skoruðum við ekki nægilega mörg mörk. Þetta var auðvitað afleit blanda. En nú höfum við ekki bara endursamið við Emil Atlason, heldur líka fengið markakónginn Viktor Jónsson til liðs við okkur til að tækla það vandamál,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Þróttarar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar eftir eins árs dvöl og leika því aftur í Inkasso-deildinni að ári. Þróttur er einnig búið að fá til sín Grétar Sigfinn Sigurðarson og samdi aftur við Emil Atlason.
Viktor Jónsson aftur í Þrótt
Tómas Þór Þórðarson skrifar
