Dýrasti nýi bíll heims Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 11:08 Ferrari LaFerrari. Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent