Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 22:00 Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði. Vísir/Getty Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira