Íslensk olía? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun