Íslensk olía? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun