París, Madrid, Aþena og Mexico City banna dísilbíla árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:45 Mengun í París. Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent
Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent