3,8 milljarða áhrif skattalækkana „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir ræddu tekjuöflun ríkisins á þingi í dag. visir/anton brink Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53