Maísbaun sem poppast út Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 8. desember 2016 11:00 Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður er með Birna Pop-up Shop á Eiðistorgi til 12. desember. Vísir/Stefán Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna. Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna.
Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira