VW Golf GTI Clubsport S bætti enn metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:46 VW Golf GTI Clubsport S við metsláttinn á Nürburgring brautinni. Það dugði Volkswagen ekki að eiga hraðametið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda og framhjóladrifna fólksbíla. Volkswagen mætti aftur með Golf GTI Clubsport S bíl sinn á brautina 6 mánuðum síðar og bætti metið enn um tvær sekúndur. Fyrri mettíminn var 7:49,21 mínútur en nýja metið 7:47,19 mínútur. Til samanburðar þá á mun öflugri BMW M2 tímann 7:58 á brautinni og Honda Civic Type R á 7:50,63 mínútur. Þegar seinni metsláttur Volkswagen fór fram þá var 8 stiga hiti og var það kjörið hitastig til að halda vél Golf GTI Clubsport bílsins nægjanlega kældri, sem og dekkjunum í sínu besta standi. VW Golf GTI Clubsport S er 310 hestöfl en hefðbundinn Golf GTI Clubsport er 265 hestöfl. Clubsport S er auk þess 30 kílóum léttari en hefðbundinn Clubsport og hefur auk þess akstursstillinguna “Nürburgring mode” sem aðlagar fjöðrunarkerfi bílsins að brautarakstri. Volkswagen framleiddi aðeins 400 eintök af Golf GTI Clubsport S, 100 ætluð fyrir Þýskalandsmarkað, en til dæmis er bíllinn löngu uppseldur í Bretlandi. Það er því ekki svo auðvelt að verða sér út um eintak af bílnum. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Það dugði Volkswagen ekki að eiga hraðametið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda og framhjóladrifna fólksbíla. Volkswagen mætti aftur með Golf GTI Clubsport S bíl sinn á brautina 6 mánuðum síðar og bætti metið enn um tvær sekúndur. Fyrri mettíminn var 7:49,21 mínútur en nýja metið 7:47,19 mínútur. Til samanburðar þá á mun öflugri BMW M2 tímann 7:58 á brautinni og Honda Civic Type R á 7:50,63 mínútur. Þegar seinni metsláttur Volkswagen fór fram þá var 8 stiga hiti og var það kjörið hitastig til að halda vél Golf GTI Clubsport bílsins nægjanlega kældri, sem og dekkjunum í sínu besta standi. VW Golf GTI Clubsport S er 310 hestöfl en hefðbundinn Golf GTI Clubsport er 265 hestöfl. Clubsport S er auk þess 30 kílóum léttari en hefðbundinn Clubsport og hefur auk þess akstursstillinguna “Nürburgring mode” sem aðlagar fjöðrunarkerfi bílsins að brautarakstri. Volkswagen framleiddi aðeins 400 eintök af Golf GTI Clubsport S, 100 ætluð fyrir Þýskalandsmarkað, en til dæmis er bíllinn löngu uppseldur í Bretlandi. Það er því ekki svo auðvelt að verða sér út um eintak af bílnum.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent