Er lélegt áhorf á NFL Kaepernick að kenna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 14:15 Máttur Kaepernick virðist vera mikill. vísir/getty Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað. NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað.
NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira