Stjórnarformaður Dortmund: Uppgangur RB Leipzig er ekkert ævintýri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2016 17:00 Nýliðar Leipzig eru með þriggja stiga forystu á Bayern München á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty Hans-Joachim Watske, hinn yfirlýsingaglaði stjórnarformaður Borussia Dortmund, sér enga rómantík í uppgangi Red Bull Leipzig. Leipzig var stofnað árið 2009 þegar orkudrykkjarisinn Red Bull keypti 5. deildarliðið SSV Markranstädt. Uppgangur Leipzig á undanförnum árum hefur verið ótrúlegur en liðið hefur farið upp um fjórar deildir og situr nú á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 13 umferðir. Leipzig er enn ósigrað og hefur unnið átta leiki í röð. Sumir sjá ýmislegt sammerkt með árangri Leipzig og Leicester City sem kom öllum á óvart með því að verða enskur meistari á síðasta tímabili. Meðal þeirra er Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Leipzig. Watske er ekki á sama máli en hann virðist tilheyra stórum hópi Þjóðverja sem hreinlega þolir Leipzig ekki. „Þeir eru ekki með neina hefð eins og Leicester. Þetta er félag var stofnað í þeim eina tilgangi að auka tekjur Red Bull,“ sagði Watske sem viðurkennir þó að uppgangur Leipzig geri toppbaráttuna í þýsku úrvalsdeildinni jafnari og meira spennandi. „Í Þýskalandi eru félögin í eigu stuðningsmannana og miðaverð er mjög lágt. Margir Englendingar koma til Dortmund til að sjá leiki fyrir aðeins 11 evrur,“ bætti Watske við. Leipzig, sem er með þriggja stiga forystu á Bayern München á toppi þýsku deildarinnar, mætir botnliði Ingolstadt á útivelli á laugardaginn. Dortmund, sem er í 6. sætinu, sækir hins vegar Köln heim á laugardaginn. Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Sjá meira
Hans-Joachim Watske, hinn yfirlýsingaglaði stjórnarformaður Borussia Dortmund, sér enga rómantík í uppgangi Red Bull Leipzig. Leipzig var stofnað árið 2009 þegar orkudrykkjarisinn Red Bull keypti 5. deildarliðið SSV Markranstädt. Uppgangur Leipzig á undanförnum árum hefur verið ótrúlegur en liðið hefur farið upp um fjórar deildir og situr nú á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 13 umferðir. Leipzig er enn ósigrað og hefur unnið átta leiki í röð. Sumir sjá ýmislegt sammerkt með árangri Leipzig og Leicester City sem kom öllum á óvart með því að verða enskur meistari á síðasta tímabili. Meðal þeirra er Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Leipzig. Watske er ekki á sama máli en hann virðist tilheyra stórum hópi Þjóðverja sem hreinlega þolir Leipzig ekki. „Þeir eru ekki með neina hefð eins og Leicester. Þetta er félag var stofnað í þeim eina tilgangi að auka tekjur Red Bull,“ sagði Watske sem viðurkennir þó að uppgangur Leipzig geri toppbaráttuna í þýsku úrvalsdeildinni jafnari og meira spennandi. „Í Þýskalandi eru félögin í eigu stuðningsmannana og miðaverð er mjög lágt. Margir Englendingar koma til Dortmund til að sjá leiki fyrir aðeins 11 evrur,“ bætti Watske við. Leipzig, sem er með þriggja stiga forystu á Bayern München á toppi þýsku deildarinnar, mætir botnliði Ingolstadt á útivelli á laugardaginn. Dortmund, sem er í 6. sætinu, sækir hins vegar Köln heim á laugardaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Sjá meira