Birgitta: 90 prósent líkur á fimm flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. desember 2016 22:09 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15
Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06