Stjarnan er eina félagið sem átti tvö verðlaunalið í Pepsi-deildunum tveimur á síðustu leiktíð. Garðbæingar fara aðrar leiðir í þjálfun leikmanna sinna og nú geta áhugasamir fengið að vita allt um það.
Kvennalið Stjörnunnar varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild kvenna í sumar og karlaliðið náði öðru sætinu í Pepsi-deild karla. Ekkert annað félag átti tvö lið inn á topp fjögur í þessum tveimur toppdeildum íslenska fótboltans.
Þriðjudaginn 6. desember næstkomandi klukkan tólf á hádegi mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin tvö ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu.
„Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi. Þessi fyrirlestur höfðar til allra þjálfara, sérstaklega yfirþjálfara yngri flokka sem og stjórnarmanna í barna- og unglingaráðum og knattspyrnustjórnum,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.
Fyrirlesturinn veitir tvö endurmenntunarstig fyrir KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráður. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ.
Stjörnumenn fara aðrar leiðir í þjálfun | Allt um það á næsta Súpufundi KSÍ
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




