Ísland átti 75 prósent af Evrópuliðinu sem vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 10:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdótir og Björgvin Karl Guðmundsson fagna ógurlega The Crossfit Games Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira