Knastáslaus vél í fyrsta fjöldaframleidda bílinn 21. nóvember 2016 12:30 Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent