Titilvörn Katrínar Tönju fer ekki fram í Kaliforníu næsta sumar

Næstu þrjú árin munu hraustasta fólkið keppa um titilinn í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin.
Hitinn hefur verið mikill þegar heimsleikarnir hafa farið fram í Kaliforníu undanfarin sjö ár en leikarnir fara fram í júlímánuði. Madison er mun norðar í Bandaríkjunum en það er þó ekkert víst að þetta þýði að það verði ekki eins heitt.
Heimsleikarnir í crossfit fóru fram í Carson í Kaliforníu frá 2010 til 2016 og á þessum sjö árum stóð íslensks crossfit-kona fjórum sinnum efst á palli.
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið undanfarin tvö ár en Annie Mist Þórisdóttir vann keppnina 2011 og 2012.
Það eru bara þrjár aðrar konur sem náðu að vinna Heimsleikana á meðan þeir voru haldnir í Carson í Kaliforníu en engin þeirra vann þá oftar en einu sinni.
Titilvörn Katrínar Tönju Davíðsdóttur fer því fram í Wisconsin-fylki næsta sumar en þar getur hún orðið fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð.
Annie Mist var sumarið 2013 í sömu stöðu og Katrín Tanja verður næsta sumar. Annie Mist meiddist í undankeppninni og gat ekki verið meira með.
Katrín Tanja fær væntanlega mikla keppni á næsta ári og það má búast við því að landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, sem hefur endaði 3. sæti tvö ár í röð, geri enn á ný atlögu að titlinum.
Það verður líka ein breyting á aldursflokkunum því nú bætist við flokkurinn 35 til 39 ára. Hingað til hafa aldursflokkarnir aðeins verið fyrir 40 ára og eldri og svo 17 ára og yngri.
Tengdar fréttir

Tíu vinsælustu Íslendingarnir á Instagram
Crossfit-fólkið áberandi á listanum.

Ísland átti 75 prósent af Evrópuliðinu sem vann sögulegan sigur
Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina.

Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn
Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð.

Sigurvegari heimsleikanna fær skammbyssu í verðlaun
Það að standa uppi sem sigurvegari heimsleikanna í CrossFit þýðir ekki aðeins að fjárhagur sigurvegarans vænkast.

„Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki“
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ætlar að vinna heimsleikana í Crossfit til að veita stelpum, sem gáfust upp í íþróttum, innblástur.

Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims.