Abe segir TPP tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 10:05 Shinzo Abe er forsætisráðherra Japans. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00