Pólitíski pókerinn Ívar Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 10:54 Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun