Innblásturinn er sögur af fólki Kristjana Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:30 Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Ragna Sigurðardóttir hönnuður. Vísir/GVA Í fallegu húsi nálægt Hlemmi starfa þær Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Ragna Sigurðardóttir hönnuður ásamt fleirum að vexti íslenska barnafatamerkisins As We Grow.As We Grow er í dyragættinni á stórum mörkuðum í Asíu og hlaut fyrir skömmu Hönnunarverðlaun Íslands. Sterk siðvitund og nýtni eru hugtök sem skipta eigendur fyrirtækisins miklu. Kveikjan að fyrirtækinu er ein peysa sem gekk barna á milli í mörg ár.Peysa og skyrta úr nýrri línu.Vísir/GVAÞað er huggulegur andi í litla húsinu. Út um gluggann sjá þær torgið taka breytingum en til stendur að opna matarmarkað á Hlemmi. Andinn á torginu mun án efa breytast mikið en allt í kring um torgið, við Hlemm og á Hverfisgötu hafa nýsköpunarfyrirtæki aðsetur. Þetta er gróskufull miðja borgarinnar. Fyrirtækið stendur á ákveðnum tímamótum, merkið As We Grow er orðið þekkt á alþjóðamarkaði og fæst í fimmtíu verslunum í tíu löndum. Hér á landi eru sölustaðirnir fimmtán talsins, þeir helstu, Mýrin og Epal. Þær eru að vaxa og þurfa að ákveða hvernig þær ætla að gera það. Verður stökkið stórt eða halda þær áfram að vaxa hægt og örugglega? Þær eru að meta stöðuna. „Við erum komnar í dyragættina í Asíu, nánar tiltekið í Japan,“ segir Gréta sem útskýrir að sá markaður sé töluvert ólíkur þeim íslenska. „Það er dýrt að keppa á auglýsingamarkaði en Japanar geta hins vegar tekið tryggð við góða vöru. Maður vex ekki hratt nema það komi mikið af fjármagni inn. Við erum að móta okkar stefnu. Við gerum það reglulega, leggjum línurnar, kjörnum okkur,“ segir Gréta.Kveikjan ein peysaFyrirtækið var stofnað fyrir aðeins fjórum árum og kveikjan var ein peysa „Peysa sem reykvísk móðir sem við þekkjum prjónaði. Peysan fór á flakk á milli margra barna í um tíu ár. Entist og skapaði ákveðið samband á milli barnanna og fólksins og er enn í notkun. Okkur langaði að búa til eitthvað sem myndi endast svona lengi og með tilvísun í íslensku arfleifðina, nýtnina og notagildið. Hanna eitthvað sem er tímalaust fyrir börn og líka það mikil gæði að þér líði vel af því að hafa barnið þitt í þessu,“ segir Gréta frá.Hágæða bómull er notuð í framleiðsluna.Vísir/GVASterk siðvitund Guðrún Ragna útskýrir að að baki flíkunum liggi mikil þróunarvinna því sérstaða fatnaðarins felist í sniðum sem leyfa hverri flík að vaxa með barninu og nýtist svo öðrum börnum. „As We Grow peysa getur dugað fyrir sex mánaða barn og 18 mánaða barn. Í staðinn fyrir að kaupa fjórar stærðir, þá kaupir þú eina peysu. Okkur finnst mikilvægt að flíkin endist vel. Það sé hluti af umhverfis- og siðvitund fyrirtækisins,“ segir hún og segir að efnið sé ekki síður mikilvægt, en í flestar flíkanna er notuð alpaca-ull frá Perú.Flíkur úr nýrri línu fyrirtækisins.Vísir/GVA„Alpaca-ullin veldur ekki ofnæmi og hún er afar sterk,“ segir Guðrún Ragna. „Við notum líka pima-bómull í nokkrar flíkur, hún er lífræn og hentar einstaklega vel í barnaföt. En mest notum við alpaca-ullina. Allt hráefni í peysur sem við framleiðum í Perú er framleitt þar. Það er ekkert verið að flytja hráefni úr einum stað í annan til framleiðslunnar,“ segir Guðrún Ragna. Gréta segir þær hafa heillast af framleiðendum í Perú sem huga vel að aðbúnaði verkafólks. „Okkur var boðið til Perú og þá fannst okkur mjög jákvætt að þar eru ákveðin lög í landinu um aðbúnað og kjör fólks sem starfar í verksmiðjum. Og það er fyrir utan vottanir og stimpla sem framleiðslufyrirtækin eru með líka,“ segir hún og segir stóru merkin nú fara til Perú í auknum mæli. „Nú eru stóru merkin að fara þangað, Marc Jacobs og Ralph Lauren til að mynda. Fleiri og fleiri hátískufyrirtæki eru að koma til Perú sem veldur því að alpaca-ullin hækkar í verði,“ útskýrir hún og segir slíka verðhækkun krefjast þess að þær útskýri vel fyrir neytendum hvað sé falið í verði fatnaðarins sem þær selja. Að framleiðslan sé úr náttúrulegum hráefnum og allir birgjar og framleiðendur séu með viðurkenndar vottanir er varða samninga við starfsfólk og vinnuumhverfi.Hvetja og fræða viðskiptaviniFyrirtækið keppir við ódýra merkjavöru á íslenskum markaði. „Flíkurnar okkar eru dýrari en munurinn er ekki ýkja mikill þegar tekið er tillit til þess að ódýru flíkurnar eru fjöldaframleiddar. Við þurfum að útskýra fyrir neytandanum og hvetja hann til nýtni. Við erum ekki að fjöldaframleiða í Kína og viljum ekki gera það. Þetta er áskorun fyrir okkur á Íslandi. Við þurfum að hvetja fólk til að kaupa sjaldnar, stuðla að betra samfélagi og góðu lífi. Það er ábyrgð falin í því að kaupa vöru,“ segir Gréta og Guðrún Ragna tekur undir.Skemmtileg smáatriði gefa svip.„Það er rosalega mikilvægt að vera meðvitaður neytandi. Þegar þú borgar aðeins meira fyrir vöru þá ferðu betur með hana. Ef það kemur eitthvað fyrir hana þá lagar þú hana en hendir henni ekki. Þværð og hengir upp en hendir ekki á gólfið. Það er ákveðin virðing,“ segir hún. Sjálf er Gréta í peysu úr alpaca-ull frá Perú. „Ég hef ekki þvegið þessa peysu í tvö ár. Þess þarf ekki, það þarf bara rétt að þurrka af henni og viðra. Þetta eru ótrúleg gæði,“ bendir hún á. Víða á vinnustofunni má sjá vinnutöflur þar sem Guðrún Ragna hefur fest á hluti sem veita henni innblástur.Innblástur að flíkum kemur úr sögum og frá fólki.Vísir/GVA„Ég set upp hluti sem mér finnst heillandi. En innblásturinn er samt sem áður miklu meira í fólki og samskiptum við það. Ég hlusta á sögur og það er einhvern veginn það sem mér finnst skemmtilegast. Svo eru það líka auðvitað börnin mín og börn systkina minna. Þau hafa oft ótrúlega mikið að segja sjálf um fötin. Það skiptir rosalega miklu máli að hlusta. Líka að hlusta á viðskiptavininn. Maður tekur það inn og vinnur með það, reynir að koma til móts við skilaboðin sem maður fær,“ segir hún og segir að flíkurnar þeirra séu í stöðugri framþróun. „Við erum með fullt af fötum áfram ár eftir ár, en samt hafa verið gerðar á þeim smávægilegar breytingar. Þau eru í stöðugri þróun,“ segir Guðrún Ragna. Talið berst að fullorðnu fólki sem þrýsti á um framleiðslu á fatnaði fyrir það sjálft. „Fyrirtækið hóf á árinu 2015 sölu á fullorðinsvörum sem slegið hafa í gegn á Íslandi. Fullorðinslína As We Grow samanstendur af flíkum úr alpaca-ull sem einkennist fyrst og fremst af því hversu mjúk hún er og nær að halda mjúku hitastigi á líkamanum. Byrjað verður að kynna fullorðinslínuna í Japan á þessu ári og um er að ræða peysur, slár sem er hægt að nota sem trefla líka, húfur og lambhúshettu,“ segir Gréta.Guðrún Ragna og Gréta hjá As We Grow standa í dyragættinni á stórum mörkuðum.Vísir/GVA Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í fallegu húsi nálægt Hlemmi starfa þær Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Ragna Sigurðardóttir hönnuður ásamt fleirum að vexti íslenska barnafatamerkisins As We Grow.As We Grow er í dyragættinni á stórum mörkuðum í Asíu og hlaut fyrir skömmu Hönnunarverðlaun Íslands. Sterk siðvitund og nýtni eru hugtök sem skipta eigendur fyrirtækisins miklu. Kveikjan að fyrirtækinu er ein peysa sem gekk barna á milli í mörg ár.Peysa og skyrta úr nýrri línu.Vísir/GVAÞað er huggulegur andi í litla húsinu. Út um gluggann sjá þær torgið taka breytingum en til stendur að opna matarmarkað á Hlemmi. Andinn á torginu mun án efa breytast mikið en allt í kring um torgið, við Hlemm og á Hverfisgötu hafa nýsköpunarfyrirtæki aðsetur. Þetta er gróskufull miðja borgarinnar. Fyrirtækið stendur á ákveðnum tímamótum, merkið As We Grow er orðið þekkt á alþjóðamarkaði og fæst í fimmtíu verslunum í tíu löndum. Hér á landi eru sölustaðirnir fimmtán talsins, þeir helstu, Mýrin og Epal. Þær eru að vaxa og þurfa að ákveða hvernig þær ætla að gera það. Verður stökkið stórt eða halda þær áfram að vaxa hægt og örugglega? Þær eru að meta stöðuna. „Við erum komnar í dyragættina í Asíu, nánar tiltekið í Japan,“ segir Gréta sem útskýrir að sá markaður sé töluvert ólíkur þeim íslenska. „Það er dýrt að keppa á auglýsingamarkaði en Japanar geta hins vegar tekið tryggð við góða vöru. Maður vex ekki hratt nema það komi mikið af fjármagni inn. Við erum að móta okkar stefnu. Við gerum það reglulega, leggjum línurnar, kjörnum okkur,“ segir Gréta.Kveikjan ein peysaFyrirtækið var stofnað fyrir aðeins fjórum árum og kveikjan var ein peysa „Peysa sem reykvísk móðir sem við þekkjum prjónaði. Peysan fór á flakk á milli margra barna í um tíu ár. Entist og skapaði ákveðið samband á milli barnanna og fólksins og er enn í notkun. Okkur langaði að búa til eitthvað sem myndi endast svona lengi og með tilvísun í íslensku arfleifðina, nýtnina og notagildið. Hanna eitthvað sem er tímalaust fyrir börn og líka það mikil gæði að þér líði vel af því að hafa barnið þitt í þessu,“ segir Gréta frá.Hágæða bómull er notuð í framleiðsluna.Vísir/GVASterk siðvitund Guðrún Ragna útskýrir að að baki flíkunum liggi mikil þróunarvinna því sérstaða fatnaðarins felist í sniðum sem leyfa hverri flík að vaxa með barninu og nýtist svo öðrum börnum. „As We Grow peysa getur dugað fyrir sex mánaða barn og 18 mánaða barn. Í staðinn fyrir að kaupa fjórar stærðir, þá kaupir þú eina peysu. Okkur finnst mikilvægt að flíkin endist vel. Það sé hluti af umhverfis- og siðvitund fyrirtækisins,“ segir hún og segir að efnið sé ekki síður mikilvægt, en í flestar flíkanna er notuð alpaca-ull frá Perú.Flíkur úr nýrri línu fyrirtækisins.Vísir/GVA„Alpaca-ullin veldur ekki ofnæmi og hún er afar sterk,“ segir Guðrún Ragna. „Við notum líka pima-bómull í nokkrar flíkur, hún er lífræn og hentar einstaklega vel í barnaföt. En mest notum við alpaca-ullina. Allt hráefni í peysur sem við framleiðum í Perú er framleitt þar. Það er ekkert verið að flytja hráefni úr einum stað í annan til framleiðslunnar,“ segir Guðrún Ragna. Gréta segir þær hafa heillast af framleiðendum í Perú sem huga vel að aðbúnaði verkafólks. „Okkur var boðið til Perú og þá fannst okkur mjög jákvætt að þar eru ákveðin lög í landinu um aðbúnað og kjör fólks sem starfar í verksmiðjum. Og það er fyrir utan vottanir og stimpla sem framleiðslufyrirtækin eru með líka,“ segir hún og segir stóru merkin nú fara til Perú í auknum mæli. „Nú eru stóru merkin að fara þangað, Marc Jacobs og Ralph Lauren til að mynda. Fleiri og fleiri hátískufyrirtæki eru að koma til Perú sem veldur því að alpaca-ullin hækkar í verði,“ útskýrir hún og segir slíka verðhækkun krefjast þess að þær útskýri vel fyrir neytendum hvað sé falið í verði fatnaðarins sem þær selja. Að framleiðslan sé úr náttúrulegum hráefnum og allir birgjar og framleiðendur séu með viðurkenndar vottanir er varða samninga við starfsfólk og vinnuumhverfi.Hvetja og fræða viðskiptaviniFyrirtækið keppir við ódýra merkjavöru á íslenskum markaði. „Flíkurnar okkar eru dýrari en munurinn er ekki ýkja mikill þegar tekið er tillit til þess að ódýru flíkurnar eru fjöldaframleiddar. Við þurfum að útskýra fyrir neytandanum og hvetja hann til nýtni. Við erum ekki að fjöldaframleiða í Kína og viljum ekki gera það. Þetta er áskorun fyrir okkur á Íslandi. Við þurfum að hvetja fólk til að kaupa sjaldnar, stuðla að betra samfélagi og góðu lífi. Það er ábyrgð falin í því að kaupa vöru,“ segir Gréta og Guðrún Ragna tekur undir.Skemmtileg smáatriði gefa svip.„Það er rosalega mikilvægt að vera meðvitaður neytandi. Þegar þú borgar aðeins meira fyrir vöru þá ferðu betur með hana. Ef það kemur eitthvað fyrir hana þá lagar þú hana en hendir henni ekki. Þværð og hengir upp en hendir ekki á gólfið. Það er ákveðin virðing,“ segir hún. Sjálf er Gréta í peysu úr alpaca-ull frá Perú. „Ég hef ekki þvegið þessa peysu í tvö ár. Þess þarf ekki, það þarf bara rétt að þurrka af henni og viðra. Þetta eru ótrúleg gæði,“ bendir hún á. Víða á vinnustofunni má sjá vinnutöflur þar sem Guðrún Ragna hefur fest á hluti sem veita henni innblástur.Innblástur að flíkum kemur úr sögum og frá fólki.Vísir/GVA„Ég set upp hluti sem mér finnst heillandi. En innblásturinn er samt sem áður miklu meira í fólki og samskiptum við það. Ég hlusta á sögur og það er einhvern veginn það sem mér finnst skemmtilegast. Svo eru það líka auðvitað börnin mín og börn systkina minna. Þau hafa oft ótrúlega mikið að segja sjálf um fötin. Það skiptir rosalega miklu máli að hlusta. Líka að hlusta á viðskiptavininn. Maður tekur það inn og vinnur með það, reynir að koma til móts við skilaboðin sem maður fær,“ segir hún og segir að flíkurnar þeirra séu í stöðugri framþróun. „Við erum með fullt af fötum áfram ár eftir ár, en samt hafa verið gerðar á þeim smávægilegar breytingar. Þau eru í stöðugri þróun,“ segir Guðrún Ragna. Talið berst að fullorðnu fólki sem þrýsti á um framleiðslu á fatnaði fyrir það sjálft. „Fyrirtækið hóf á árinu 2015 sölu á fullorðinsvörum sem slegið hafa í gegn á Íslandi. Fullorðinslína As We Grow samanstendur af flíkum úr alpaca-ull sem einkennist fyrst og fremst af því hversu mjúk hún er og nær að halda mjúku hitastigi á líkamanum. Byrjað verður að kynna fullorðinslínuna í Japan á þessu ári og um er að ræða peysur, slár sem er hægt að nota sem trefla líka, húfur og lambhúshettu,“ segir Gréta.Guðrún Ragna og Gréta hjá As We Grow standa í dyragættinni á stórum mörkuðum.Vísir/GVA
Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16