Leikmaður PSG í farbanni

Aurier var neitað um vegabréfsáritun þar sem hann fékk tveggja mánaða fangelsisdóm í september fyrir að lemja lögreglumann.
Forráðamenn PSG eru æfir yfir þessari ákvörðun breskra yfirvalda, og þá sérstaklega tímasetningunni.
Aurier er ekki barnanna bestur en fyrr á þessu ári varð hann uppvís að því að móðga Laurent Blanc, fyrrverandi knattspyrnustjóra PSG, á samfélagsmiðlinum Periscope.
Leikur Arsenal og PSG á morgun er gríðarlega mikilvægur en liðin keppast um að vinna A-riðil.
Tengdar fréttir

Vandræðagemsinn Aurier handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann
Serge Aurier, leikmaður Paris Saint-Germain, er enn og aftur búinn að koma sér í fréttirnar vegna atvika utan vallar.

Vandræðagemsinn breyttist í hetju og bjargaði mannslífi í miðjum leik
Serge Aurier kom mótherja sínum til bjargar í landsleik Fílbeinsstrandarinnar og Malí um helgina.

PSG setur leikmann í bann fyrir að móðga Blanc
Paris Saint-Germain hefur sett hægri bakvörðinn Serge Aurier í ótímabundið bann fyrir að móðga Laurent Blanc, knattspyrnustjóra liðsins.

Drogba kemur "litla bróður“ sínum til varnar
Didier Drogba er ekki sáttur við meðferðina sem Serge Aurier hefur fengið.

Vandræðagemsinn Aurier dæmdur í tveggja mánaða fangelsi
Serge Aurier, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann.

Skipað að æfa með unglingarliðinu eftir að hafa móðgað Blanc
PSG hefur staðfest að Serge Aurier verði gert að æfa með unglingaliðið liðsins næstu þrjár vikurnar eftir að hafa móðgað knattspyrnustjóra liðsins. Missir hann fyrir vikið af leiknum gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu.