Viskíframleiðsla Snævars við það að verða að veruleika: Hópfjármagnar lokasprettinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Stefnt er að því að koma Sall Whisky á markað árið 2021. Mynd/Aðsend Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur. Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur.
Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira