Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Hún á afmæli í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Mynd/S2/Böddi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti