Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 65-54 | Stelpurnar unnu þær portúgölsku og hafna í þriðja sæti Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöllinni skrifar 23. nóvember 2016 21:30 Íslensku stelpurnar fagna. Vísir/Ernir Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira