Birkir byrjaði í Búlgaríu | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 22:15 Birkir í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/epa Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira