Man City endar í 2. sæti C-riðils en liðið er komið með átta stig. Gladbach endar í 3. sæti og fer í Evrópudeildina eftir áramót.
Brasilíumaðurinn Raffael kom Gladbach yfir með hörkuskoti á 23. mínútu.
Þjóðverjarnir héldu forystunni fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar David Silva jafnaði metin. Hann potaði þá boltanum yfir marklínuna eftir sendingu Kevins De Bruyne.
Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik en tvö rauð spjöld fóru á loft. Lars Stindl, fyrirliði Gladbach, fauk af velli á 51. mínútu og tólf mínútum síðar fór Fernandinho hjá Man City sömu leið. Þeir verða báðir í banni í lokaumferð riðlakeppninnar.