Óvæntustu stjörnuskilnaðirnir á þessu ári Ritstjórn skrifar 24. nóvember 2016 09:00 Brangelina var án efa stærsti skilnaður ársins. Myndir/Getty Þetta ár er búið að vera ansi erfitt fyrir stærstu stjörnupör Hollywood. Í tilefni þess að Katy Perry og Orlando Bloom tilkynntu um sambandsslit sín fyrr í vikunni höfum við ákveðið að fara yfir stærstu skilnaði ársins 2016. Margir af þessum skilnuðum eru einir af þeim stærstu sem sést hafa lengi svo að við mælum með að grípa í vasaklútinn áður en lengra er haldið. Brad Pitt og Angelina Jolie Margir tóku skilnaði Brangelina sem algjöru kjaftshöggi. Þau litu út fyrir að vera hið fullkomna par en ekki var allt sem sýndist. Þau voru saman í rúm 10 ár og áttu saman sex börn. Eftir að fréttirnar bárust fyrst kom í ljós að FBI væri að rannsaka Brad fyrir að hafa beitt elsta syni þeirra, Maddox, líkamlegu ofbeldi. Rannsókninni var nýlega lokið og engar kærur voru gefnar fram. Amber Heard og Johnny Depp Næst stærsti skilnaður ársins kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í byrjun sumars. Strax í kjölfarið fór Amber fram á nálgunarbann gegn Depp þar sem hún sakaði hann um að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi. Mynd/Getty Cara Delevingne og St Vincent Það virtist eins og allt léki í lyndi hjá einu af ástsælasta pari Hollywood. Svo var það ekki fyrr en Vincent var opinberlega byrjuð með leikkonunni Kristen Stewart þegar fjölmiðlar föttuðu að hún og Cara væru hættar saman. Lady Gaga og Taylor Manning Þau trúlofuðu sig í byrjun ársins en slitu samvistum stuttu eftir. Í sameiginlegri tilkynningu sögðu þau þó að kannski væri möguleiki á að taka upp þráðinn seinna þegar tímasetningin hentaði betur. Diane Kruger og Joshua Jackson Leikaraparið glæsilega hafði verið saman í tíu ár áður en þau tilkynntu um sambandsslitin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig nánar um málið við fjölmiðla. Drake og Rihanna Eftir að hafa verið saman og ekki saman í gegnum árin virtist eins og þau væru loksins byrjuð almennilega saman. Þau voru óaðskiljanleg og fengu sér meira að segja alveg eins húðflúr. En allt kom fyrir ekki og eru þau nú búin að vera að hitta annað fólk seinustu mánuði. Bella Hadid og The Weeknd Þetta unga par var búið að vera saman í eitt og hálft ár áður en þau hættu saman fyrir stuttu. Þau litu út fyrir að vera afar ástfangin en eins og við höfum lært, þá er ekki allt sem sýnist. Mariah Carey og James Parker Carey og Parker voru komin langt á veg með að skipuleggja brúðkaup sitt þegar viðskiptamaðurinn ákvað að slíta sambandinu. Talið er að ástæðan fyrir því sé nýi raunveruleikaþátturinn hennar Carey sem og mikil peningaeyðsla hennar. Fréttir ársins 2016 Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Fullt hús ævintýra Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour
Þetta ár er búið að vera ansi erfitt fyrir stærstu stjörnupör Hollywood. Í tilefni þess að Katy Perry og Orlando Bloom tilkynntu um sambandsslit sín fyrr í vikunni höfum við ákveðið að fara yfir stærstu skilnaði ársins 2016. Margir af þessum skilnuðum eru einir af þeim stærstu sem sést hafa lengi svo að við mælum með að grípa í vasaklútinn áður en lengra er haldið. Brad Pitt og Angelina Jolie Margir tóku skilnaði Brangelina sem algjöru kjaftshöggi. Þau litu út fyrir að vera hið fullkomna par en ekki var allt sem sýndist. Þau voru saman í rúm 10 ár og áttu saman sex börn. Eftir að fréttirnar bárust fyrst kom í ljós að FBI væri að rannsaka Brad fyrir að hafa beitt elsta syni þeirra, Maddox, líkamlegu ofbeldi. Rannsókninni var nýlega lokið og engar kærur voru gefnar fram. Amber Heard og Johnny Depp Næst stærsti skilnaður ársins kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í byrjun sumars. Strax í kjölfarið fór Amber fram á nálgunarbann gegn Depp þar sem hún sakaði hann um að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi. Mynd/Getty Cara Delevingne og St Vincent Það virtist eins og allt léki í lyndi hjá einu af ástsælasta pari Hollywood. Svo var það ekki fyrr en Vincent var opinberlega byrjuð með leikkonunni Kristen Stewart þegar fjölmiðlar föttuðu að hún og Cara væru hættar saman. Lady Gaga og Taylor Manning Þau trúlofuðu sig í byrjun ársins en slitu samvistum stuttu eftir. Í sameiginlegri tilkynningu sögðu þau þó að kannski væri möguleiki á að taka upp þráðinn seinna þegar tímasetningin hentaði betur. Diane Kruger og Joshua Jackson Leikaraparið glæsilega hafði verið saman í tíu ár áður en þau tilkynntu um sambandsslitin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig nánar um málið við fjölmiðla. Drake og Rihanna Eftir að hafa verið saman og ekki saman í gegnum árin virtist eins og þau væru loksins byrjuð almennilega saman. Þau voru óaðskiljanleg og fengu sér meira að segja alveg eins húðflúr. En allt kom fyrir ekki og eru þau nú búin að vera að hitta annað fólk seinustu mánuði. Bella Hadid og The Weeknd Þetta unga par var búið að vera saman í eitt og hálft ár áður en þau hættu saman fyrir stuttu. Þau litu út fyrir að vera afar ástfangin en eins og við höfum lært, þá er ekki allt sem sýnist. Mariah Carey og James Parker Carey og Parker voru komin langt á veg með að skipuleggja brúðkaup sitt þegar viðskiptamaðurinn ákvað að slíta sambandinu. Talið er að ástæðan fyrir því sé nýi raunveruleikaþátturinn hennar Carey sem og mikil peningaeyðsla hennar.
Fréttir ársins 2016 Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Fullt hús ævintýra Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour