Þetta eru liðin tólf sem hafa tryggt sig áfram í Meistaradeildinni | Sjáðu öll mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 09:00 Antoine Griezmann og Tiago hjá Atlético Madrid fagna í gær. Vísir/Getty Tólf félög geta farið að undirbúa sig fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar og mars á næsta ári Það eru nefnilega bara fjögur laus sæti eftir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar nú þegar liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik í riðlakeppninni. Fjögur af liðunum tólf sem eru komin áfram hafa einnig tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 2-0 sigri á Celtic í Glasgow. Leikmenn Barcelona vilja þó örugglega sleppa við þýska liðið Bayern München í sextán liða úrslitunum. Bayern er komið áfram en getur ekki náð fyrsta sætinu af Atlético Madrid. Auk Barcelkna og Atlético Madrid þá hafa Mónakó og Leicester City öll tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Lið eru komin áfram úr öllum riðlum nema B-riðlinum þar sem spennan er mikil fyrir lokaumferðina. Napoli og Benfica eru bæði með átta stig en Besiktas er aðeins stigi á eftir. Benfica tekur á móti Napoli í lokaumferðinni þannig að Besiktas ætti að nægja sigur á Dynamo Kiev. Porto og FC Kaupmannahöfn berjast síðan um annað sætið á eftir Leicester City í G-riðlinum. Porto er með tveimur stigum meira og tekur á móti toppliði Leicester í lokaumferðinni á sama tíma og FC Kaupmannahöfn heimsækir Club Brugge. Juventus er komið afram í H-riðli en þó ekki öruggt með sigurinn í riðlinum. Juve er með 11 stig eða einu meira en Sevilla og fjórum meira en Lyon. Lyon tekur á móti Sevilla í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.Liðin sem eru komin í 16 liða úrslitin fyrir lokaumferðina:A-riðill Paris Saint-Germain ArsenalB-riðill Þrjú lið eiga enn möguleika (Napoli, Benfica og Besiktas)C-riðill Barcelona (öruggt með 1. sæti) Manchester City (verður alltaf í 2. sæti)D-riðill Atlético Madrid (1. sæti) Bayern München (2. sæti)E-riðill Mónakó (1. sæti) Bayer Leverkusen (2. sæti)F-riðill Borussia Dortmund Real MadridG-riðill Leicester (1. sæti) Tvö berjast um annað sætið (Porto og FC Kaupmannahöfn)H-riðill Juventus Tvö berjast um hitt sætið (Sevilla og Lyon)Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Tólf félög geta farið að undirbúa sig fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar og mars á næsta ári Það eru nefnilega bara fjögur laus sæti eftir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar nú þegar liðin eiga aðeins eftir að spila einn leik í riðlakeppninni. Fjögur af liðunum tólf sem eru komin áfram hafa einnig tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 2-0 sigri á Celtic í Glasgow. Leikmenn Barcelona vilja þó örugglega sleppa við þýska liðið Bayern München í sextán liða úrslitunum. Bayern er komið áfram en getur ekki náð fyrsta sætinu af Atlético Madrid. Auk Barcelkna og Atlético Madrid þá hafa Mónakó og Leicester City öll tryggt sér efsta sætið í sínum riðli. Lið eru komin áfram úr öllum riðlum nema B-riðlinum þar sem spennan er mikil fyrir lokaumferðina. Napoli og Benfica eru bæði með átta stig en Besiktas er aðeins stigi á eftir. Benfica tekur á móti Napoli í lokaumferðinni þannig að Besiktas ætti að nægja sigur á Dynamo Kiev. Porto og FC Kaupmannahöfn berjast síðan um annað sætið á eftir Leicester City í G-riðlinum. Porto er með tveimur stigum meira og tekur á móti toppliði Leicester í lokaumferðinni á sama tíma og FC Kaupmannahöfn heimsækir Club Brugge. Juventus er komið afram í H-riðli en þó ekki öruggt með sigurinn í riðlinum. Juve er með 11 stig eða einu meira en Sevilla og fjórum meira en Lyon. Lyon tekur á móti Sevilla í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.Liðin sem eru komin í 16 liða úrslitin fyrir lokaumferðina:A-riðill Paris Saint-Germain ArsenalB-riðill Þrjú lið eiga enn möguleika (Napoli, Benfica og Besiktas)C-riðill Barcelona (öruggt með 1. sæti) Manchester City (verður alltaf í 2. sæti)D-riðill Atlético Madrid (1. sæti) Bayern München (2. sæti)E-riðill Mónakó (1. sæti) Bayer Leverkusen (2. sæti)F-riðill Borussia Dortmund Real MadridG-riðill Leicester (1. sæti) Tvö berjast um annað sætið (Porto og FC Kaupmannahöfn)H-riðill Juventus Tvö berjast um hitt sætið (Sevilla og Lyon)Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti