Enskur fótboltamarkvörður í keppni við Hörð Axel? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 15:00 Martin Rice og Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Getty Enski fótboltamaðurinn Martin Rice og íslenski körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru alltaf að ganga til liðs við sama félagið aftur og aftur. Martin Rice var í gær að ganga til liðs við Truro City í fjórða sinn á ferlinum. Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn í Keflavík í þriðja sinn á þessu ári og spilar með liðinu á móti Haukum í Domino´s deild karla í kvöld. Hörður Axel samdi við Keflavík í sumar en fór tvisvar út í atvinnumennsku nú síðast til Belgíu. Hann er hinsvegar kominn heim og spilar aftur í Keflavíkurbúningnum á Ásvöllum í kvöld. Hörður Axel kom fyrst til Keflavíkur frá Njarðvík fyrir 2008-2009 tímabilið og spilaði með liðinu í þrjú tímabil áður en hann fór út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hörður Axel spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni, í Grikklandi og í Tékklandi frá 2011 til 2015 en gerði langan samning við Keflavík í sumar. Hann hafði alltaf möguleikann á því að fara út ef hann fengi tilboð og það hefur hann gert tvívegis í haust, fyrst til Grikklands og svo til Belgíu. Þetta gekk ekki upp á hvorugum staðnum og því mun Hörður Axel spila aftur með Keflvíkingum í Domino´s deildinni sem er heldur betur flottur liðstyrkur fyrir þá. Martin Rice er þrítugur markvörður sem er nú kominn „heim“ til Truro City en hann yfirgaf félagið síðast í maí. BBC segir frá því að hann sé alltaf að koma aftur og aftur til félagsins. Rice kom fyrst til Truro City á láni frá Torquay sumarið 2008 en fór síðan til félagsins eftir að fyrrnefndur samningur rann út sumarið 2009. Martin Rice var hjá Truro City til ársins 2011 þegar hann fór aftur til Torquay United. Hann var síðan í marki Torquay liðsins frá 2011 til 2015 en snéri síðan aftur til Truro City og spilaði eitt tímabil með liðinu. Það leit út fyrir að hann væri farinn frá Truro City í síðasta skiptið í sumar en hlutirnir geta oft þróast með sérstækum hætti og nú er kappinn mættur aftur á Gosport Borough, heimavöll Truro City. Rice hefur alls spilað 169 leiki fyrir Truro City og náði því meira að segja að skora eitt mark fyrir félagið þegar hann tók vítaspyrnu í febrúar 2009. Dominos-deild karla Enski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Enski fótboltamaðurinn Martin Rice og íslenski körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru alltaf að ganga til liðs við sama félagið aftur og aftur. Martin Rice var í gær að ganga til liðs við Truro City í fjórða sinn á ferlinum. Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn í Keflavík í þriðja sinn á þessu ári og spilar með liðinu á móti Haukum í Domino´s deild karla í kvöld. Hörður Axel samdi við Keflavík í sumar en fór tvisvar út í atvinnumennsku nú síðast til Belgíu. Hann er hinsvegar kominn heim og spilar aftur í Keflavíkurbúningnum á Ásvöllum í kvöld. Hörður Axel kom fyrst til Keflavíkur frá Njarðvík fyrir 2008-2009 tímabilið og spilaði með liðinu í þrjú tímabil áður en hann fór út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hörður Axel spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni, í Grikklandi og í Tékklandi frá 2011 til 2015 en gerði langan samning við Keflavík í sumar. Hann hafði alltaf möguleikann á því að fara út ef hann fengi tilboð og það hefur hann gert tvívegis í haust, fyrst til Grikklands og svo til Belgíu. Þetta gekk ekki upp á hvorugum staðnum og því mun Hörður Axel spila aftur með Keflvíkingum í Domino´s deildinni sem er heldur betur flottur liðstyrkur fyrir þá. Martin Rice er þrítugur markvörður sem er nú kominn „heim“ til Truro City en hann yfirgaf félagið síðast í maí. BBC segir frá því að hann sé alltaf að koma aftur og aftur til félagsins. Rice kom fyrst til Truro City á láni frá Torquay sumarið 2008 en fór síðan til félagsins eftir að fyrrnefndur samningur rann út sumarið 2009. Martin Rice var hjá Truro City til ársins 2011 þegar hann fór aftur til Torquay United. Hann var síðan í marki Torquay liðsins frá 2011 til 2015 en snéri síðan aftur til Truro City og spilaði eitt tímabil með liðinu. Það leit út fyrir að hann væri farinn frá Truro City í síðasta skiptið í sumar en hlutirnir geta oft þróast með sérstækum hætti og nú er kappinn mættur aftur á Gosport Borough, heimavöll Truro City. Rice hefur alls spilað 169 leiki fyrir Truro City og náði því meira að segja að skora eitt mark fyrir félagið þegar hann tók vítaspyrnu í febrúar 2009.
Dominos-deild karla Enski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira