Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 12:41 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fyrir miðju ásamt þeim Smára McCarthy og Einari Brynjólfssyni. Vísir/Anton „Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
„Ég skil hana mjög vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um ákvörðun forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að veita engum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til formlegar stjórnarmyndunar. Guðni tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir hádegi, eftir að hafa átt fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu sem hún hafði haft í 9 daga. Birgitta segir þessa ákvörðun forsetans skiljanlega. „Því það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu til að mynda ríkisstjórn. Mér finnst að því mjög skiljanlegt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi um málið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði haft þetta umboð til myndun ríkisstjórnar á undan Katrínu en einnig skilað því eftir að hafa slitið viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Katrín sleit fyrr í vikunni viðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem lögð er á þeirra hendur og minnti á þá nauðsyn að kalla þing saman. Taldi hann æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman. Spurður hvenær hann vonist eftir því að þing kæmi saman sagðist hann eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því en sagði að vonandi yrði það fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13