Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár Þorgeir Helgason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Fjöldi látinna í bílslysum eftir ári Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira