Mikil fjölgun banaslysa í umferðinni síðustu ár Þorgeir Helgason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Fjöldi látinna í bílslysum eftir ári Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Á síðasta ári létust sextán manns í umferðinni. Banaslys síðustu tvö ár eru mun fleiri en meðaltal fimm áranna á undan. Á tímabilinu 2010 til 2014 var meðaltal dauðsfalla í umferðinni innan við tíu á ári. „Þessi þróun er vegna aukinnar umferðar sem má rekja til breytts efnahagsástands en aðallega vegna aukinnar ferðamennsku,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ágúst segir aukna umferð víða um land og á sumum vegum hefur bílaumferð tvöfaldast á síðustu árum. „Við höfum ekki séð eins marga erlenda ferðamenn lenda í banaslysum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Engu að síður hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem lenda í alvarlegum umferðarslysum ekki dregist saman,“ segir Ágúst.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.vísir/gvaÍ fyrra komu sjö erlendir ökumenn við sögu í banaslysum. Sex þeirra létust en einn þeirra var valdur að banaslysi sem var rakið til gáleysis við akstur. Á árinu sem er að líða hafa tveir erlendir ferðamenn beðið bana í umferðinni. Síðan bílaumferð hófst á Íslandi, fyrir um það bil 100 árum, hafa rúmlega 1.500 manns látist í umferðinni. Á árunum fyrir 2006 voru dauðsföllin sjaldan færri en 20 á ári en banaslysum hefur fækkað mjög á síðustu tíu árum. Rannsóknarnefndin hefur lagt áherslu á margþættar aðgerðir til þess að auka öryggi í umferðinni. „Það þarf að auka eftirlit og löggæslu. Hingað koma erlendir gestir sem hafa ekki ekið á vegunum hér áður og þekkja því hvorki aðstæður á vegum né umferðarlögin. Því er brýnt að merkja vegi vel og búa svo um hnúta að þeir séu öruggir fyrir alla,“ segir Ágúst. Þá segir Ágúst hraðakstur og vanrækslu við bílbeltanotkun standa upp úr í rannsóknum nefndarinnar á banaslysum. Síðustu ár hafi þó dregið úr slysum af völdum ölvunar- og lyfjaaksturs en þó megi rekja tvö dauðaslys á síðustu fjórum árum til ölvunaraksturs. Grunur er um að tvö banaslys á þessu ári séu af völdum ölvunaraksturs. „Því miður er ölvunar- og lyfjaakstur fyrirbæri sem ekki er búið að skjóta loku fyrir,“ segir Ágúst Mogensen. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira