Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 12:08 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Eyþór Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00
Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent