Þórsarar með góðan heimasigur gegn ÍR Smári Jökull Jónsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Guðmundsson stýrði sínum mönnum til sigurs í dag. Vísir/Eyþór Þórsarar unnu sinn fjórða sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu ÍR á Akureyri í dag. Þetta er annar sigurleikur Þórsara í röð. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar með 4 stig í fallsæti en gátu jafnað Þórsara að stigum með sigri. Þórsarar höfðu hins vegar tækifæri til að koma sér í seilingarfjarlægð frá fallsætunum, í bili að minnsta kosti. Heimamenn tóku strax yfirhöndina í leiknum í dag. Þeir voru fljótlega komnir 10 stigum yfir og leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Þórsarar héldu ÍR-ingum um 10 stigum frá sér út hálfleikinn en gestirnir hittu skelfilega. Staðan í hálfleik var 42-36 og ÍR vel með í leiknum þrátt fyrir slaka hittni. Þeim gekk hins vegar bölvanlega að taka skrefið til fulls og jafna leikinn. Þór hélt svipaðri forystu í síðari hálfleiknum og bættu í ef eitthvað var í síðasta fjórðungnum. Heimamenn náðu mest 20 stiga forystu og unnu að lokum 16 stiga sigur, 78-62. Eins og sést á tölunum var sóknarleikur ÍR-inga ekki burðugur í dag. Þeir voru með 28% nýtingu utan af velli sem er auðvitað ekki vænlegt til árangurs. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 46-37 í dag en athyglisvert var að gestirnir tóku fleiri sóknarfráköst auk þess sem heimamenn voru með töluvert fleiri tapaða bolta, 17 á móti 10 hjá ÍR. Hittni gestanna var hins vegar það sem fór illa með þá í dag og þeir sitja því eftir í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Keflavík og Haukum sem eru í 9.-10.sæti. Danero Thomas og George Beamon voru stigahæstir í liði Þórs í dag með 22 stig og hirtu auk þess báðir yfir 10 fráköst. Þá var Ragnar góður í dag og skilaði 21 framlagsstigi. Hjá gestunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 13 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 12. Þeirra nýi erlendi leikmaður, Quincy Hankins-Cole skoraði 10 stig og tók 16 fráköst á 23 mínútum.Þór Ak.-ÍR 78-62 (23-17, 19-19, 15-9, 21-17)Þór Ak.: George Beamon 22/12 fráköst, Danero Thomas 22/11 fráköst, Darrel Keith Lewis 11/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Tryggvi Snær Hlinason 9/5 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst.ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/16 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Matthías Orri Sigurðarson 5, Matthew Hunter 4/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Kristinn Marinósson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Sjá meira
Þórsarar unnu sinn fjórða sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu ÍR á Akureyri í dag. Þetta er annar sigurleikur Þórsara í röð. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar með 4 stig í fallsæti en gátu jafnað Þórsara að stigum með sigri. Þórsarar höfðu hins vegar tækifæri til að koma sér í seilingarfjarlægð frá fallsætunum, í bili að minnsta kosti. Heimamenn tóku strax yfirhöndina í leiknum í dag. Þeir voru fljótlega komnir 10 stigum yfir og leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Þórsarar héldu ÍR-ingum um 10 stigum frá sér út hálfleikinn en gestirnir hittu skelfilega. Staðan í hálfleik var 42-36 og ÍR vel með í leiknum þrátt fyrir slaka hittni. Þeim gekk hins vegar bölvanlega að taka skrefið til fulls og jafna leikinn. Þór hélt svipaðri forystu í síðari hálfleiknum og bættu í ef eitthvað var í síðasta fjórðungnum. Heimamenn náðu mest 20 stiga forystu og unnu að lokum 16 stiga sigur, 78-62. Eins og sést á tölunum var sóknarleikur ÍR-inga ekki burðugur í dag. Þeir voru með 28% nýtingu utan af velli sem er auðvitað ekki vænlegt til árangurs. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 46-37 í dag en athyglisvert var að gestirnir tóku fleiri sóknarfráköst auk þess sem heimamenn voru með töluvert fleiri tapaða bolta, 17 á móti 10 hjá ÍR. Hittni gestanna var hins vegar það sem fór illa með þá í dag og þeir sitja því eftir í fallsætinu, tveimur stigum á eftir Keflavík og Haukum sem eru í 9.-10.sæti. Danero Thomas og George Beamon voru stigahæstir í liði Þórs í dag með 22 stig og hirtu auk þess báðir yfir 10 fráköst. Þá var Ragnar góður í dag og skilaði 21 framlagsstigi. Hjá gestunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Hákon Örn Hjálmarsson var stigahæstur með 13 stig og Sveinbjörn Claessen skoraði 12. Þeirra nýi erlendi leikmaður, Quincy Hankins-Cole skoraði 10 stig og tók 16 fráköst á 23 mínútum.Þór Ak.-ÍR 78-62 (23-17, 19-19, 15-9, 21-17)Þór Ak.: George Beamon 22/12 fráköst, Danero Thomas 22/11 fráköst, Darrel Keith Lewis 11/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Tryggvi Snær Hlinason 9/5 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst.ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/16 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Matthías Orri Sigurðarson 5, Matthew Hunter 4/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Kristinn Marinósson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Sjá meira