Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 10:46 Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01