Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 10:46 Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01