Varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 15:22 Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með myndun þriggja flokka stjórnar. Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39
Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36