Porsche ætlar að selja 20.000 Mission E á ári Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 16:48 Porsche Mission E rafmagnsbíllinn er væntanlegur eftir rúmlega 2 ár. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche væntir mikilla vinsælda rafmagnsbílsins Mission E sem Porsche vinnur nú að og telur raunhæft að gera ráð fyrir 20.000 bíla sölu á ári. Porsche 911 seldist í 31.350 eintökum í fyrra svo vonir stjórnarformannsins eru nokkuð brattar. Porsche Mission E gengur eingöngu fyrir rafmagni og er 600 hestöfl og 3,5 sekúndur í hundraðið. Þessi fjögurra sæta bíll á að hafa drægni uppá 480 kílómetra og mögulegt á að vera að hlaða hann á 15 mínútum. Líklega verður Mission E ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla. Panamera Hybrid er 462 hestafla bíll með 2,6 lítra V6 vél og 100 kWh rafhlöðu og fyrir vikið ansi snöggur úr sporunum, þó svo hann skáki ekki tilvonandi Mission E bíl. Mission E á að koma á markað snemma á árinu 2019 og Porsche er vant að standa við orð sín er kemur að framleiðsludagsetningum, öndvert við Tesla, stærsta keppinautinn er kemur að rafmagnsbílum. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche væntir mikilla vinsælda rafmagnsbílsins Mission E sem Porsche vinnur nú að og telur raunhæft að gera ráð fyrir 20.000 bíla sölu á ári. Porsche 911 seldist í 31.350 eintökum í fyrra svo vonir stjórnarformannsins eru nokkuð brattar. Porsche Mission E gengur eingöngu fyrir rafmagni og er 600 hestöfl og 3,5 sekúndur í hundraðið. Þessi fjögurra sæta bíll á að hafa drægni uppá 480 kílómetra og mögulegt á að vera að hlaða hann á 15 mínútum. Líklega verður Mission E ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla. Panamera Hybrid er 462 hestafla bíll með 2,6 lítra V6 vél og 100 kWh rafhlöðu og fyrir vikið ansi snöggur úr sporunum, þó svo hann skáki ekki tilvonandi Mission E bíl. Mission E á að koma á markað snemma á árinu 2019 og Porsche er vant að standa við orð sín er kemur að framleiðsludagsetningum, öndvert við Tesla, stærsta keppinautinn er kemur að rafmagnsbílum.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent