Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Magni Böðvar Þorvaldsson með Söru Hatt, unnustu sinni. Mynd/Sara Hatt „Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. Magni er bæði með íslenskt og bandarískt ríkisfang og heitir hann einnig því bandaríska nafni Johnny Wayne Johnson. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hann hafi setið í fangelsi frá 19. nóvember, ákærður fyrir morðið á Sherry Prather sem lést árið 2012. Þegar líkamsleifar hennar fundust voru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið byssukúlu í bringuna.Veit í hjarta sínu að Magni er saklaus Magni Böðvar mætir næst fyrir dóm í desember en hann var ákærður eftir að vitni gaf sig fram við lögreglu sem sagði Magna hafa sagt sér frá því er hann myrti Prather. Magni neitar hins vegar sök. Hatt segist hafa heimsótt Magna í fangelsið. „Ég veit í hjarta mínu að hann er saklaus. Fréttirnar hérna láta hann líta út eins og skrímsli en fjölmiðlar hafa allir logið um sögu hans. Ég veit að fjölmiðlar segja einungis frá því sem fólk vill vita,“ segir hún. Þá segir Hatt að Magni hafi verið hreinsaður af sök fyrir fjórum árum en nú sé hefnigjörn fyrrverandi eiginkona hans orðin vitni. „Hún kom einungis fram þegar verðlaun voru boðin fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku, ekki sakfellingar, í málinu,“ segir Hatt. „Ég hef verið með honum í þrjú ár og aldrei fundist ég vera óörugg. Hann setur þarfir annarra framar sínum eigin og trúir ekki á ofbeldi gegn konum. Hann er verndari. Hann styrkir þurfandi fjölskyldur og heldur dyrum opnum fyrir öðrum. Hann reynir alltaf að fá fólk til að brosa og elskar að verja tíma með börnunum,“ segir Hatt. Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
„Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. Magni er bæði með íslenskt og bandarískt ríkisfang og heitir hann einnig því bandaríska nafni Johnny Wayne Johnson. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hann hafi setið í fangelsi frá 19. nóvember, ákærður fyrir morðið á Sherry Prather sem lést árið 2012. Þegar líkamsleifar hennar fundust voru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið byssukúlu í bringuna.Veit í hjarta sínu að Magni er saklaus Magni Böðvar mætir næst fyrir dóm í desember en hann var ákærður eftir að vitni gaf sig fram við lögreglu sem sagði Magna hafa sagt sér frá því er hann myrti Prather. Magni neitar hins vegar sök. Hatt segist hafa heimsótt Magna í fangelsið. „Ég veit í hjarta mínu að hann er saklaus. Fréttirnar hérna láta hann líta út eins og skrímsli en fjölmiðlar hafa allir logið um sögu hans. Ég veit að fjölmiðlar segja einungis frá því sem fólk vill vita,“ segir hún. Þá segir Hatt að Magni hafi verið hreinsaður af sök fyrir fjórum árum en nú sé hefnigjörn fyrrverandi eiginkona hans orðin vitni. „Hún kom einungis fram þegar verðlaun voru boðin fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku, ekki sakfellingar, í málinu,“ segir Hatt. „Ég hef verið með honum í þrjú ár og aldrei fundist ég vera óörugg. Hann setur þarfir annarra framar sínum eigin og trúir ekki á ofbeldi gegn konum. Hann er verndari. Hann styrkir þurfandi fjölskyldur og heldur dyrum opnum fyrir öðrum. Hann reynir alltaf að fá fólk til að brosa og elskar að verja tíma með börnunum,“ segir Hatt.
Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45