Uppgangur hjá SsangYong Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 10:35 SsangYong Rexton, 33 tommu breyttur. Það hefur vakið athygli á bílamarkaðnum að Suður-Kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur vaxið jafnt og þétt þrátt fyrir að þarlendir bílarisar hafi verið að upplifa framleiðsluminnkun og rekstrarerfiðleika á síðustu misserum. SsangYong á sér langa sögu og rekur uppruna sinn til ársins 1954. Fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð notið virðingar fagmanna fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun. Það er nú hluti af Mahindra samsteypunni, sem hefur verið í miklum vexti á síðustu árum. SsangYong hefur þá sérstöðu að framleiða svo til eingöngu jeppa, en þeir hafa einmitt verið í örustum vexti á heimsvísu á síðustu árum. Uppgangur SsangYong fékk aukinn kraft með tilkomu nýja Tivoli sportjeppans, sem hefur slegið í gegn og heillað nýja markhópa. Í nýlegu uppgjöri frá SsangYong má glöggt sjá þróunina og að salan fer hressilega fram úr áætlunum fyrirtækisins; sem dæmi var vöxtur í sölu á Tivoli um 35,8 % milli ára, fyrstu 10 mánuði ársins. Bílabúð Benna er umboðsaðili SsangYong á Íslandi. Margir landsmenn eiga góðar minningar um hörkutólið Musso frá SsangYong sem seldist einkar vel hérlendis á árunum 1993 til 2003 og eru ennþá áberandi í umferðinni, sumir með jafnvel tuttugu ára þjónustu að baki. „Við settum aukinn kraft í innflutning á SsangYong í fyrra eftir nokkurra ára hlé og höfum fundið fyrir verulegri eftirspurn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. „Fólk er greinilega að kveikja á því, líkt og með Musso hér um árið, hvað það er að fá mikið fyrir peninginn með kaupum á nýju jeppunum, Rexton, Korando og Tivoli. Það er okkar tilfinning að nýju SsangYong jepparnir eigi mikið inni á markaðnum. Áhuginn leyndi sér heldur ekki á vel heppnaðri SsangYong jeppasýningu okkar nú á dögunum, þar var fjölmennt og margir sem staðfestu pantanir.“ segir Benedikt. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent
Það hefur vakið athygli á bílamarkaðnum að Suður-Kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur vaxið jafnt og þétt þrátt fyrir að þarlendir bílarisar hafi verið að upplifa framleiðsluminnkun og rekstrarerfiðleika á síðustu misserum. SsangYong á sér langa sögu og rekur uppruna sinn til ársins 1954. Fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð notið virðingar fagmanna fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun. Það er nú hluti af Mahindra samsteypunni, sem hefur verið í miklum vexti á síðustu árum. SsangYong hefur þá sérstöðu að framleiða svo til eingöngu jeppa, en þeir hafa einmitt verið í örustum vexti á heimsvísu á síðustu árum. Uppgangur SsangYong fékk aukinn kraft með tilkomu nýja Tivoli sportjeppans, sem hefur slegið í gegn og heillað nýja markhópa. Í nýlegu uppgjöri frá SsangYong má glöggt sjá þróunina og að salan fer hressilega fram úr áætlunum fyrirtækisins; sem dæmi var vöxtur í sölu á Tivoli um 35,8 % milli ára, fyrstu 10 mánuði ársins. Bílabúð Benna er umboðsaðili SsangYong á Íslandi. Margir landsmenn eiga góðar minningar um hörkutólið Musso frá SsangYong sem seldist einkar vel hérlendis á árunum 1993 til 2003 og eru ennþá áberandi í umferðinni, sumir með jafnvel tuttugu ára þjónustu að baki. „Við settum aukinn kraft í innflutning á SsangYong í fyrra eftir nokkurra ára hlé og höfum fundið fyrir verulegri eftirspurn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. „Fólk er greinilega að kveikja á því, líkt og með Musso hér um árið, hvað það er að fá mikið fyrir peninginn með kaupum á nýju jeppunum, Rexton, Korando og Tivoli. Það er okkar tilfinning að nýju SsangYong jepparnir eigi mikið inni á markaðnum. Áhuginn leyndi sér heldur ekki á vel heppnaðri SsangYong jeppasýningu okkar nú á dögunum, þar var fjölmennt og margir sem staðfestu pantanir.“ segir Benedikt.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent