Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 13:43 Forsíðan og grein blaðsins um sigur Hillary Clinton í forsetakosningunum. Vísir/Twitter Innkalla þurfti 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum því á forsíðu þess var mynd af Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, undir fyrirsögninni „Madam President“ eða „Frú forseti“. „Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur,“ er haft eftir Tony Romando, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Topix Media, sem sá um þetta sérblað Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Newsweek sjálft vakti máls á þessu síðastliðinn mánudag, líkt og sjá má í tístinu hér fyrir neðan, en benti á að Topix Media bæri ábyrgð á þessu og að öllum spurningum ætti að beina þangað. From the Editors: 2 special edition covers for 2016 election outcomes were produced by a Newsweek licensee, Topix Media, and not by Newsweek pic.twitter.com/MwC4RytGbC— Newsweek (@Newsweek) November 7, 2016 Prentmiðlar hafa oft þann háttinn á við kosningar í Bandaríkjunum að útbúa tvær forsíður fyrir útgáfudag þar sem annars vegar frambjóðandi Demókrata er kynntur sem næsti forseti Bandaríkjanna eða frambjóðandi Repúblikana. Með þessum hætti er hægt að vera með tilbúna forsíðu og eintak af blaðinu þegar úrslitin liggja mögulega fyrir um miðja nótt og starfsmenn þurfa að koma blaði út með miklum hraði. Stjórnendur hjá Topex Media gerðu það, eina forsíðu með Donald Trump og aðra með Hillary Clinton, en virtust svo vissir í sinni sök með sigur Hillary Clinton að þeir sendu 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek með Clinton sem forseta á forsíðunni út úr húsi áður en Bandaríkjamenn mættu á kjörstað og áður en atkvæðin voru talin. Topix Media sá fljótlega að það hefði gert mistök og bað alla þá sem höfðu ætlað sér að selja blaðið að setja það ekki á sölu, en New York Post greinir frá því að sautján eintök hefðu selst, af þeim 125 þúsund eintök sem fóru úr húsi. Það var nóg til þess að myndir fóru að birtast á Internetinu af forsíðu blaðsins, sem mörgum þótti sönnun þess að fjölmiðlar ytra væru með Clinton í liði. En inni í blaðinu mátti líka finna ítarlega grein um það hvernig Hillary átti að hafa unnið sigur gegn Trump í kosningunum. „Hin nýkjörna Hillary Clinton „fór hátt“ þegar andstæðingar hennar fóru jafnvel lægra sem varð til þess að á kjördag höfnuðu Bandaríkjamenn um land allt þeim ótta og hatri sem Donald Trump bauð upp á. Hæsta glerþak vestrænnar menningar hefur verið rofið,“ segir í greininni.Another one for the 'hubris of the media' collection ... pic.twitter.com/hBRfqTgmwe— David Vick (@DavidVick5) November 10, 2016 Þetta er sagt minna á þegar Chicago Daily Tribune ákvað að birta forsíðufyrirsögnina „Deway Defeats Truman“ eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1948. Það var hins vegar þannig að Harry Truman vann Thomas Dewey í forsetakosningunum það árið. Eintak af blaðinu með þessari fyrirsögn rataði í hendur Trumans sem rétti hana brosandi til lofts því Chicago Daily Tribune hafði stutt Dewey og gengið svo langt að kalla Harry Truman fávita.Harry Truman með forsíðuna frægu.Vísir/Getty Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Innkalla þurfti 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum því á forsíðu þess var mynd af Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, undir fyrirsögninni „Madam President“ eða „Frú forseti“. „Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur,“ er haft eftir Tony Romando, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Topix Media, sem sá um þetta sérblað Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Newsweek sjálft vakti máls á þessu síðastliðinn mánudag, líkt og sjá má í tístinu hér fyrir neðan, en benti á að Topix Media bæri ábyrgð á þessu og að öllum spurningum ætti að beina þangað. From the Editors: 2 special edition covers for 2016 election outcomes were produced by a Newsweek licensee, Topix Media, and not by Newsweek pic.twitter.com/MwC4RytGbC— Newsweek (@Newsweek) November 7, 2016 Prentmiðlar hafa oft þann háttinn á við kosningar í Bandaríkjunum að útbúa tvær forsíður fyrir útgáfudag þar sem annars vegar frambjóðandi Demókrata er kynntur sem næsti forseti Bandaríkjanna eða frambjóðandi Repúblikana. Með þessum hætti er hægt að vera með tilbúna forsíðu og eintak af blaðinu þegar úrslitin liggja mögulega fyrir um miðja nótt og starfsmenn þurfa að koma blaði út með miklum hraði. Stjórnendur hjá Topex Media gerðu það, eina forsíðu með Donald Trump og aðra með Hillary Clinton, en virtust svo vissir í sinni sök með sigur Hillary Clinton að þeir sendu 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek með Clinton sem forseta á forsíðunni út úr húsi áður en Bandaríkjamenn mættu á kjörstað og áður en atkvæðin voru talin. Topix Media sá fljótlega að það hefði gert mistök og bað alla þá sem höfðu ætlað sér að selja blaðið að setja það ekki á sölu, en New York Post greinir frá því að sautján eintök hefðu selst, af þeim 125 þúsund eintök sem fóru úr húsi. Það var nóg til þess að myndir fóru að birtast á Internetinu af forsíðu blaðsins, sem mörgum þótti sönnun þess að fjölmiðlar ytra væru með Clinton í liði. En inni í blaðinu mátti líka finna ítarlega grein um það hvernig Hillary átti að hafa unnið sigur gegn Trump í kosningunum. „Hin nýkjörna Hillary Clinton „fór hátt“ þegar andstæðingar hennar fóru jafnvel lægra sem varð til þess að á kjördag höfnuðu Bandaríkjamenn um land allt þeim ótta og hatri sem Donald Trump bauð upp á. Hæsta glerþak vestrænnar menningar hefur verið rofið,“ segir í greininni.Another one for the 'hubris of the media' collection ... pic.twitter.com/hBRfqTgmwe— David Vick (@DavidVick5) November 10, 2016 Þetta er sagt minna á þegar Chicago Daily Tribune ákvað að birta forsíðufyrirsögnina „Deway Defeats Truman“ eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1948. Það var hins vegar þannig að Harry Truman vann Thomas Dewey í forsetakosningunum það árið. Eintak af blaðinu með þessari fyrirsögn rataði í hendur Trumans sem rétti hana brosandi til lofts því Chicago Daily Tribune hafði stutt Dewey og gengið svo langt að kalla Harry Truman fávita.Harry Truman með forsíðuna frægu.Vísir/Getty
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent